top of page

Árni Beinteinn & Sylvía Erla

Bestu lög barnanna eru glænýir gríðarlega vinsælir barnaþættir sem hafa slegið í gegn á Sjónvarpi Símans síðustu mánuði.  Leikarinn Árni Beinteinn og tónlistarkonan Sylvía Erla stýra sjónvarpsþáttunum og fá til liðs við sig hressa krakka.

Hægt er að bóka skemmtiatriði með stjórnendum þáttanna sem koma og taka vel valin skemmtileg lög sem eru í uppáhaldi hjá börnum landsins. Atriði sem slær alltaf í gegn og fær alla til að dansa með! 

Árni Beinteinn leikari leikarinn Árni Beinteinn Sjónvarpsmaður og leikari
sylvia mynd headshot.jpg

Árni Beinteinn

Árni Beinteinn hefur leikið í fjölda verkefna síðustu ár, í sjónvarpi og á sviði. Nýlega lék hann til dæmis í Ávaxtakörfunni í Eldborg í Hörpu og fór með hlutverk Benedikts búálfs í samnefndum söngleik sem hefur notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. 

Sylvía Erla

Sylvía Erla hef komið víða við, samið lög, framleitt heimildarmyndina Lesblinda, sem hlaut tilnefningu til Edduverðlauna og haldið fyrirlestra um land allt um lesblindu. Hún skapaði nýlega verkefnið um hundinn Oreo sem krakkar hafa án efa orðið varir við síðastliðna mánuði en markmiðið er að auka lestraráhuga barna um allt land.

bottom of page